Heimsókn frá Frakklandi

Í þessari viku erum við með góða gesti í skólanum. Þetta er hópur nemenda og 2 kennarar frá vinaskóla okkar Lycée Sainte Marie du Port í strandbænum Les Sables d´Olonne á vesturströnd Frakklands. Samstarfið við þennan skóla hefur nú staðið í bráðum 12 ár en fyrsti hópurinn frá þeim kom í heimsókn til okkar haustið 2004. Nemendurnir sem eru 18 talsins dvelja á heimilum gestgjafa sinna í Ísafjarðarbæ og nágrannasveitarfélögum og í haust er ætlunin að íslensku nemendurnir endurgjaldi heimsóknina. Á meðan á dvöl frönsku nemendanna stendur munu þeir vinna að ýmsum verkefnum í tengslum víð íslenska náttrúru, menningu og samfélag, ásamt því að kynnast betur íslensku nemendunum. Á meðfylgjandi myndum má sjá fyrsta fund Frakka og Íslendinga þegar tekið var á móti hópnum í skólanum.
Atburðir
« Apríl »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Næstu atburðir

Vefumsjón