Heimsókn forseta Íslands

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímson heimsótti skólann á dögunum. Í fylgd með forsetanum voru forsetaritari og fulltrúar frá samtökum iðnaðarnins. Forsetinn og fylgdarlið skoðuðu skólann og heilsuðu m.a. upp á nemendur í tréiðngreinum og málmiðngreinum. Tilgangur heimsaóknarinnar var fyrst og fremst að ræða við nemendur og starfsfólk um tengsl náms og atvinnulífs og þau fjölbreyttu störf sem standa til boða í hinum ýmsu greinum iðnaðar. Nemendum var einnig sýnt myndband sem fjallar um nýsköpun og tækifæri í iðnaði. Forsetinn ávarpaði nemendur og vakti meðal annars athygli á mikilvægi verknáms og að skil á milli þess og bóknáms væru of mikil. Gestirnir lýstu ánægju sinni með það gróskumikla starf sem fram fer í skólanum og þau miklu og góðu tengsl sem skólinn hefur við atvinnulíf og fyrirtæki í bænum. Myndir frá heimsókninni eru komnar innn á myndasíðuna.

Atburðir
« Apríl »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Næstu atburðir

Vefumsjón