Gróskudagar á Sólrisu

Gróskudagar verða síðustu þrjá daga Sólrisuviku eins og verið hefur undanfarin ár. Að vanda verða fjölmargar áhugaverðar smiðjur í boði. Nemendur geta kynnt sér smiðjurnar með því að smella á hlekk hér fyrir neðan. Allir nemendur þurfa að skrá sig í smiðjur öll 8 tímabilin þessa daga, þ.e.a.s. 3 smiðjur á miðvikudegi, 3 á fimmtudegi og 2 á föstudegi.

Gróskusmiðjur 2016

Skráning í smiðjur hefst í dag og fer fram á netinu. Hlekkurinn á skráninguna er hér fyrir neðan. 

ATH! Skráningu í smiðjur er LOKIÐ. Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig þurfa þeir að hafa samband við skrifstofu skólans.

ATHUGIÐ! Sumar smiðjur eru þess eðlis að þær standa yfir í fleiri en eitt tímabil. Sem dæmi má nefna Hönnunarkeppnin sem stendur yfir alla Gróskudagana og nemendur sem skrá sig í hana geta ekki skráð sig í aðrar smiðjur. Lesið því vel allar útskýringar á smiðjum og hafið þetta í huga þegar þið veljið. 

Góða skemmtun!
Atburðir
« Apríl »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Næstu atburðir

Vefumsjón