Auglýsing um sveinspróf - Iđan frćđslusetur

Við vekjum athygli á auglýsingu frá Iðunni um sveinspróf sem eru framundan:

Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í desember, janúar, febrúar og mars ef næg þátttaka næst.

 • Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn
  11.- 15. desember. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.

 • Í byggingagreinum í desember – janúar.
  Umsóknarfrestur er til 1. nóvember

 • Í málmiðngreinum í febrúar - mars.
  Umsóknarfrestur til 15. janúar 2018

 • Í snyrtifræði í febrúar.
  Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2018

 • Í bifvélavirkjun í febrúar.
  Umsóknarfrestur er til 1. desember.

 • Í hársnyrtiiðn í mars. 
  Umsóknarfrestur til 15. janúar 2018.


Nánari dagsetningar verða birtar á vef IÐUNNAR fræðsluseturs um leið og þær liggja fyrir. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2017. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum.

Atburđir
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir

Vefumsjón