VST 203

Undanfari: VST 103
 

Markmið

Að nemendur:

  • geti gert grein fyrir gerð algengustu eldsneytistegunda
  • hafi skilning á mismunandi lögun brunahola
  • geri sér grein fyrir þörfinni á kælingu brunavéla og geti útskýrt bæði ytri og innri kælibúnað véla
  • geti gert grein fyrir algengum aflyfirfærslum frá vél að skrúfu og í því sambandi útskýrt mismunandi tengsli (kúplingar), gíra og skipsskrúfur og þekki helstu aðferðir við afréttingu vélbúnaðar
  • geti útskýrt teikningar eða gert riss af hinum ýmsu kerfum í vélbúnaði skipa svo sem: Austurs og kjölfestukerfi, sjó- og ferskvatnskerfi til almennra nota, afgaskerfi, miðstöðvarkerfi til upphitunar og slökkvikerfi við eldvarnir
  • geti útskýrt algengar gerðir af vökvavindukerfum og vökvastýrisvélum og geri sér grein fyrir helstu eiginleikum þessara tækja
  • þekki helstu atriði varðandi rekstur og viðhald fyrrnefndra kerfa
  • þekki helstu öryggisatriði varðandi smíði skipa, flokkun og eftirlit.

 

Námslýsing

Eldsneyti bulluvéla, mismunandi tegundir eldsneytis og eiginleikar. Mismunandi brunahol dísilvéla. Kæling bulluvéla, rekstur og viðhald kælivatns- og kælisjókerfa. Eldsneytis- og rafbúnaður ottó-bulluvélarinnar. Blöndungur og   rafmagns – og rafeindakveikja. Aflyfirfærslan frá aflvél að skrúfu, rekstur og viðhald. Undirstöður og afrétting aðalvéla og hjálparvéla í skipum. Skipsskrúfan. Tengsli. Stjórnun gangstefnu skipa.. Skipagerðir, geymar, vatnsþétt skilrúm og þurrhylki. Austurskerfi og kjölfestukerfi. Sjókerfi og ferskvatnskerfi til almennra nota. Afgaskerfi. Vökvavindukerfi bæði há- og lágþrýstikerfi. Stýrisvélar. Upphitun skipa. Brunavarnarkerfi í bátum og skipum (sjókerfi). Flokkun og eftirlit. Gerðar keyrsluæfingar, dagbókafærslur og bilanagreiningar í vélhermi. Nemendur vinna verkefni sem tengjast námsefni VST 204. Áhersla er lögð á heimsóknir á vinnustaði og skip.

 

Athugasemd

Fagáfangi í vélstjórn 1. stigs 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón