VST 104

Undanfari: Enginn

 

Markmið

Að nemendur

·       geti útskýrt á myndrænan hátt eða skriflega starfsferil (vinnuhring) dísil- og ottómótors.

·       geti nafngreint og útskýrt einstaka hluti í nútíma dísilvélum

·       útskýringin skal spanna eftirfarandi hugtök: Tilgang, form, efni og viðhald

·       geti útskýrt og rakið þau kerfi námsefnis, sem tengd eru dísilvél.

·       geti útskýrt hvern einstakan þátt kerfanna og hvaða tilgangi hann þjónar

·       geti undirbúið dísilvél fyrir gangsetningu, gangsett hana og sýnt eðlileg viðbrögð við algengum gangtruflunum

·       geti gengið frá vél og vélarrúmi eftir stöðvun og gert vélarrúm frostklárt

 

Námslýsing

Bulluvélin, sögulegt yfirlit (Lenoir, Otto, Diesel). Áhrif vélvæðingar í sjávarútvegi og siglingum. Flokkun aflvéla. Grundvallarhugmyndir að baki bulluvélinni og munur á aðstreymi eldsneytis og lofts í ottóvél og dísilvél.                                         Vinnuhringur bulluvéla, bæði tvígengis- og fjórgengis- og helstu mæligildi.       Bygging bulluvélar, helstu hlutir hennar og efni. Eldsneytisolíukerfi, einstakir þættir þess. Prófun eldsneytistækja, rekstur og viðhald. Blöndun eldsneytis og lofts. Mismunandi gerðir gangráða og yfirsnúningshraðavörn.                                        Dælur, vinnumáti og bygging. Skolloftskerfi dísilvéla og forþjöppur.                Smurolían, smurolíukerfi og einstakir þættir þess.                                                                                                            Smuraðferðir, rekstur og viðhald smurkerfa. Ræsing bulluvéla og ræsiloftskerfi.           Í verklegu tímunum er áhersla lögð á umhirðu búnaðar í vélarúmi og nemendur vinna verkefni sem tengjast námsefni VST 103.                                                                Vélar undirbúnar fyrir gangsetningu, keyrsla, stöðvun og frágangur dísilvéla.

 

Athugasemd

Fagáfangi í A námi vélstjórnar

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón