VÍSV2VV03

Vísindaleg vinnubrögð

 

Viðfangsefni: Vísindaleg vinnubrögð

2. þrep

Einingafjöldi: 3

Forkröfur: Engar

 

Lýsing:

Áfanginn er sameiginlegur inngangsáfangi að vísindalegum vinnubrögðum fyrir nemendur á náttúruvísinda- og félagsvísindabraut. Í áfanganum kynnast nemendur rannsóknarferlinu frá hugmyndavinnu til birtingar á niðurstöðum.  Í áfanganum verður fjallað um aðferðafræði vísinda, megindlegar og eigindlegar aðferðir og grunnhugtök vísindalegra vinnubragða: Tilraun/könnun, breyta, tilgáta, kenning og lögmál. Nemendur eru þjálfaðir í meðferð á tölulegum gögnum og heimildum og að vinna með mismunandi mælieiningar.

 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • ýmsum aðferðum við heimildaleit, bæði á bókasafni og í rafrænum gagnagrunnum
 • heiðvirðri heimildanotkun
 • mismunandi tegundum heimilda, t.d. muninum á frumheimildum og eftirheimildum
 • helstu rannsóknaraðferðum í náttúruvísindum, félagsvísindum og hugvísindum
 • muninum á megindlegum og eigindlegum aðferðum í rannsóknum
 • grunnhugtökum vísindalegra vinnubragða
 • SI – einingakerfinu og  markverðum tölustöfum við mælingar og úrvinnslu gagna

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • leita fræðilegra upplýsinga á viðeigandi hátt, og nota til þess bæði bókakost skólans og rafræna gagnagrunna
 • meta gæði heimilda og valið viðeigandi heimildir
 • nota heimildir á heiðvirðan hátt og geta þeirra eftir viðurkenndum kerfum
 • setja fram tilgátur og velja aðferðir sem henta til að prófa þær
 • safna gögnum í rannsókn, vinna úr þeim, og kynna niðurstöður rannsóknar fyrir samnemendum
 • nota SI – einingakerfið og réttan fjölda markverðra tölustafa við mælingar og úrvinnslu gagna

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
 • draga ályktanir af rannsóknarniðurstöðum og rökstyðja þær út frá mæligögnum og öðrum heimildum
 • kynna sér rannsóknir sem aðrir hafa gert og nýta þær í eigin rannsóknarvinnu
 • birta og kynna niðurstöður eigin rannsókna á fjölbreyttan hátt

 

Námsmat

Námsmat byggist á verklegum þjálfunarverkefnum sem unnin eru jafnt yfir önnina, bæði hópverkefnum og einstaklingsverkefnum og stærra rannsóknarverkefni í lok annar. Lögð er áhersla á leiðsagnarmat.

 

 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón