ÚVH 102 - Útveggjaklćđningar

Undanfari: INK 102

 

Áfangalýsing

Í áfanganum eru tekin fyrir grunnatriði í byggingaeðlisfræði s.s. kröfur til bygginga, innri og ytri kraftar, burðarvirki og mismunandi álag. Í tengslum við það er fjallað um ýmsa almenna þætti hita-, hljóð- og rakaeinangrunar og brunatæknilegar útfærslur á  byggingum. Því næst læra nemendur um loftræstar útveggjaklæðningar og algeng vegggluggakerfi úr málmi, stein- og plastefnum. Fjallað er um eiginleika einstakra grindar- og klæðningaefna, gerð og þéttleika festinga, einangrun, afréttingu m.m. Kennslan er fyrst og fremst bókleg þar sem lögð er áhersla á að tengja saman fræðilega umfjöllun, einstakar útfærslur og vinnubrögð með heimsóknum, sýni-kennslu og eftir atvikum smærri verkefnum.


Áfangamarkmið

 

Að nemandinn:

  • Þekki mismunandi álag á byggingar og áhrif þess á efnisval og útfærslur
  • Þekki uppbyggingu og uppsetningu loftræstra útveggjaklæðninga
  • Viti um vegggluggakerfi úr áli og uppsetningu þeirra
Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón