UPPE2UP05

Uppeldisfræði

Viðfangsefni: Uppeldis- og menntunarfræði - inngangur

Þrep: 2

Einingafjöldi: 5

Forkröfur: Engar

 

Lýsing:

Í áfanganum er uppeldi skoðað frá ýmsum sjónarhornum. Fjallað er um foreldrahlutverkefnið og rætt um hverju væntanlegir foreldrar geta búist við þegar von er á barni. Kynntar eru aðferðir atferlisstefnunnar við uppeldi og agastjórnun. Nemendur kynnast helstu námskenningum og kenningum í uppeldis- og kennslufræði. Fjallað er um menntakerfið, hlutverk þess og mismunandi skólastig. Unnið er með námskrár. Fjallað er um íþrótta- og tómstundamál. Leitast er við að tengja námsefni og verkefni við líf nemenda.

 

 

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • foreldrahlutverkinu
 • aðferðum atferlisstefnunnar við uppeldi og agastjórnun
 • helstu námskenningum og kenningum í uppeldis- og kennslufræði
 • hlutverkum menntakerfis og mismunandi skólastigum
 • íþrótta- og tómstundamálum á Íslandi

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • útbúa undirbúningsáætlun og kostnaðaráætlun í tengslum við komu barns í heiminn
 • skipuleggja leikskólastarf og tómstundastarf
 • mynda sér skoðun á skipulagi skólastarfs og geta kynnt þá skoðun í ræðu og riti
 • vinna úr fræðilegum texta um uppeldismál bæði á íslensku og ensku

 

Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

taka ígrundaða afstöðu til námskenninga og kenninga í uppeldis- og kennslufræði og vinna eftir þeirri hugmyndafræði sem honum finnst sannfærandi

 • geta tekið þátt í málefnalegri umræðu um uppeldismál og rökstutt afstöðu sína
 • taka þátt í skipulagi tómstundastarfs
 • vinna störf sem tengjast uppeldi og menntun

 

Námsmat:

Metin verða fjölbreytt verkefni nemenda, auk þess sem prófað verður úr sumum þáttum áfangans. 

 

Leiðbeiningar:

Áfanginn er í brautarkjarna félagsvísindabrautar, en er valáfangi fyrir aðrar brautir.

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón