ŢÝSK1AG05

Þýska fyrir byrjendur

Viðfangsefni: Evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig A1

Þrep: 1

Einingafjöldi: 5

Forkröfur: Engar

 

Lýsing:

Markmið kennslunnar er að nemendur geti skilið einfalt rit- og talmál, geti tjáð sig skriflega og munnlega í tengslum við kennsluefnið, þekki grundvallaratriði þýskrar málfræði og byggi upp orðaforða. Upplýsingar um menningu, landafræði og sögu þýskumælandi landa eru líka hluti af kennslunni.

 

 

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • grunnorðaforða til að nota þýsku í samræmi við kennsluefnið
 • reglum um framburð í þýsku
 • þýskri réttritun
 • grunnatriðum í málfræði

 

Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • skilja talað mál tengt kennsluefni þegar talað er hægt og skýrt
 • geta tjáð sig á einfaldan hátt
 • bera þýsku rétt fram
 • nota þýskar málfræðireglur bæði í ritun og töluðu máli í samræmi við kennsluefnið
 • nota kennslugögn sjálfstætt til að vinna verkefni og finna svör

 

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur

aflað sér til að:

 

 • hafa einföld samskipti sem ferðamaður í þýskumælandi löndum eða við þýskumælandi ferðamenn á Íslandi
 • skilja einfalda þýska texta
 • skrifa stutta þýska texta

 

Námsmat

Þetta er símatsáfangi. Námsmatið byggir á skriflegum verkefnum sem nemendurnir vinna heima eða í tímum, einnig á kaflaprófum, leiðarbók, vinnubók, mætingu, ástundun og virkni í tímum.

 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón