STĆ 313

Undanfari: STÆ 263 / 303

 

Markmið

Að nemendur:

  • kunni góð skil á undirstöðuhugtökum úr lýsandi tölfræði, nánar tiltekið: geti gert tíðnitöflu og myndrit úr gefnu talnasafni og fundið hlutfallsleg tíðni ákveðinna gilda í talnasafninu
  • þekki skilgreiningar á eftirfarandi hugtökum fyrir gagnasöfn: tíðasta gildi, meðaltal, vegið meðaltal, miðgildi, seilingu, meðalfrávik, staðalfrávik og hlutfallslegt frávik og geti reiknað út þessi gildi fyrir gefin gagnasöfn
  • geti túlkað tölfræðilegar upplýsingar
  • þekki hugtökin útkoma, atburður,útkomurúm, samantektir og umraðanir í líkindafræði og geti reiknað út líkindi á gefnum atburði í einföldu líkindarúmi
  • viti regluna um líkindi óháðra atburða, samatburða og sniðatburða og skilyrt líkindi
  • öðlist vitneskju um tvíliðadreifingu og tengsl hennar við Pascal - þríhyrninginn
  • þekki normlega dreifingu og geti framkvæmt helstu útreikninga fyrir hana
  • kannist við fylgnihugtakið

Námslýsing

Fjallað er um töluleg gögn, tíðnitöflur, myndræna framsetningu á þeim með myndritum, einkennistölur fyrir gagnasöfn, mælingar á miðsækni, dreifingu, undirstöðuatriði líkindareiknings ásamt frumatriði talningar- og fléttufræði, normaldreifingu og fylgni. Nemendur vinna verkefni bæði einir og í samvinnu við aðra nemendur með aðstoð reiknitækja og töflureiknis (Excel).

 

Athugasemd

Kjörsvið á náttúru- og félagsfræðibraut.


Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón