STĆ 202

Undanfari: Stæ 102 og 122

 

Í áfanganum er lagður grundvöllur að skilningi á rauntalnakerfinu og áhersla lögð á dýpkun fallhugtaksins ásamt góðri færni í algebru. Ennfremur er fjallað um ójöfnur, ýmis algeng föll og algebru í sögulegu samhengi. Auk smærri verkefna vinni nemendur a.m.k. eitt samvinnuverkefni eða ritgerð um efni tengt inntaki áfangans, t.d. um sögulegt efni.

 

Áfangamarkmið

 

 

1. TALNAREIKNINGUR.

a) Heiltölureikningur: Frumtölur, frumþáttun, deiling með afgangi.

b) Algildi og námundun: Algildi tölu, námundun.

 

2. BÓKSTAFAREIKNINGUR.

a) Liðun og þáttun.

 

3. JÖFNUR OG ÓJÖFNUR.

a) Jöfnur: Annars stigs jöfnur, algildisjöfnur.

b) Ójöfnur: Línulegar ójöfnur, annars stigs ójöfnur, algildisójöfnur.

 

4 MARGLIÐUR.

a) Margliður: Margliður, deiling margliða, núllstöðvar margliða, þáttun margliða, formerki margliða.

 

5. HNITARÚMFRÆÐI.

a) Gröf jafna: Línan, fleygboginn, skurðpunktur grafa.

b) Gröf ójafna: Svæði afmörkuð af línu og fleygboga.

 

6. FALLAFRÆÐI.

a) Föll og ferlar: Föll, ferill falls.

b) Nokkur mikilvæg föll: Veldisföll, algildisfallið, margliður, ræð föll.

c) Fallahugtök: Takmarkað fall, einhalla fall, staðbundið hágildi og lággildi.

 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón