SJÁ 102

Sjálfboðið starf

Undanfari: enginn

Námslýsing
Rauði kross Íslands Ísafjarðardeild og Menntaskólinn á Ísafirði hafa samstarf um fræðslu og þátttöku nemenda í sjálfboðnu starfi. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki ýmis námskeið á vegum RKÍ og skólans. Um er að ræða grunnnámskeið fyrir sjálfboðaliðana og fræðslu um hugsjónir RKÍ, námskeið sem ætlað er öllum sem vilja vinna gegn hvers kyns fordómum og mismunun gagnvart minnihlutahópum og námskeið í almennri skyndihjálp. Eftir að hafa lokið þátttöku á námskeiðunum býðst nemendum að velja á milli ýmissa verkefna sem tengjast áhugasviðum þeirra t.d. geta þeir farið í framhaldshóp í skyndihjálp, neyðarvörnum eða starfað sem heimsóknarvinir.

Námsmat
Þátttaka á námskeiðum, skil á dagbókum og verkefnum og einstaklings- og hópviðtöl hjá kennara.
Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón