SÁL 103

 

Markmið
Að nemendur:

  •  Fái ágrip af sögu sálfræðinnar og þekki helstu stefnur og rannsóknaraðferðir hennar.
  • Kynnist heilanum og starfsemi taugakerfisins og hvernig þetta tengist andlegri líðan.
  • Átti sig á því hvernig hægt er að nota klassíska og virka skilyrðingu til að skýra hegðun.
  • Átti sig á hagnýtu gildi sálfræðinnar við nám, uppeldi og mótun hegðunar.
    þekki helstu tegundir minnis, eiginleika þeirra og takmarkanir.
  • Kynnist skynjunarsálfræðinni, einkum eðli sjónskynjunar.

 

Áfangalýsing:
Kynning á sálfræði sem fræðigrein, eðli hennar, uppruna, sögu og þróun. Kynntar eru helstu stefnur innan greinarinnar auk helstu fræðimanna. Rædd verða störf sálfræðinga á ýmsum sviðum. Helstu rannsóknaraðferðir kynntar og lögð áhersla á tilraunaaðferðina sem og aðrar vísindalegar rannsóknaraðferðir. Kynntar verða rannsóknir á minni, flokkun minnis og minnistækni. Fjallað verður um heilann og taugakerfið og lítillega um skynjun og skynvillur.

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón