SAG 303

Menningarsaga


Undanfarar: SAG 103 og 203

 

Markmið 

Velja þarf þrjá ólíka þætti hið minnsta og gæta skal fjölbreytni í vali þeirra, svo og markmiða hvers efnisþáttar. Fleiri efnisþættir koma til greina.

 

 • Grísk klassík.

 • Rómarmenning.

 • Heimur miðalda. 

 • Máramenning.

 • Endurreisnin á Ítalíu.

 • Indíánalíf.

 • Dönsk-íslensk menning á dögum Kristjáns fjórða.

 • Rómantík.

 • Aldamótin 1900.

 • Nútímalist og tíðarandi.

 • Sagan í skáldlegum búningi..

 • Afl sögunnar í mannfélaginu.


Kennsluaðferðir byggjast að miklu leyti á verkefnavinnu nemenda undir leiðsögn og í samvinnu við kennarann. Framlag þeirra getur birst sem rannsóknarritgerðir eða fyrirlestrar, upplestrar, sýningar, tónlistarflutningur eða önnur skyld framsetning. Áfanginn hentar vel til samvinnu við aðrar námsgreinar, svo sem móðurmál, erlend tungumál og listgreinar.

 

Áfangalýsing

Í þessum áfanga eru valin tímabil og svið til fjölþættrar menningarlegrar könnunar. Þetta er verkefnavinna þar sem nemendur kryfja viðfangsefni í ljósi margra þátta, t.d. myndlistar, bygginga, bókmennta, heimspeki, hugarfars og félagsgerðar. Ætlunin er að nemendur skapi sér mynd af því sem fengist er við með því að kynna sér frumtexta, skoða myndefni, hlýða á tónlist og tileinka sér fræðilega umfjöllun um efnið. Úrvinnsla nemenda miði að því að miðla þekkingu og skilningi ásamt tilfinningu fyrir tíðaranda.

 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón