SAG 203

Íslands- og mannkynssaga frá 1750 til líðandi stundar

Undanfari: SAG 103

 

Markmið

Velja skal markmið úr þrem efnisflokkum hið minnsta og gæta dreifingar og fjölbreytni. Leitast við að auka skilning á efnisþáttum með fjölbreyttum aðferðum, lestri, fyrirlestrum, verkefnavinnu, myndböndum og öðru. Markmiðum um rýni fléttað inn í hvern þátt, með áherslu á hugtök, rannsóknaraðferðir, gagnrýna skoðun, mat og samanburð.

Áfangamarkmið að öðru leyti, sjá Aðalnámskrá framhaldsskóla.

 

Námslýsing

Áfanginn tekur yfir tímabilið frá upplýsingaröld til líðandi stundar. Þetta eru tímar tæknibreytinga, hugsjóna og hagsmuna sem hafa leitt til kjarabóta, velmegunar og menningarauka en einnig stórstyrjalda og eyðingar. Fjölþætt svið mannlífs og þjóðlífs eru skoðuð, svo sem lífskjör, menning, lífshættir og stjórnmál. Sögu Íslands og umheimsins er fléttað saman. Efnisþættir eru:

Hversdagslíf og hugmyndastefnur á 19.öld: Sjálfstæðisbarátta Íslendinga og tengsl hennar við hugmyndastrauma samtímans.

Draumur um betra líf: Þjóðfélagshugmyndir, stjórnmál og félagsmál.

Tækninýjungar til góðs og ills: Forsendur, hagnýting og áhrif.

Átök á heimsvísu: Heimsstyrjaldir, alræðishugmyndir og kalda stríðið.

Velferð í deiglu: Velferðarríkið, hugmyndir og framkvæmd og þróun.

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón