RSU 102

Áfangaheiti Rafsuða

 

Undanfari: LSU 102

 • Markmið
  Að nemendur að geti:
  • valið hagkvæmar og öruggar suðuaðferðir við mismunandi verk
  • útskýrt staðlaðar merkingar pinnasuðuvíra
  • teiknað upp rafsuðutækið og merkt inn stillingar og leiðara
  • metið algengustu suðugalla og ástæður þess að þeir myndast
  • rafsoðið lárétt á plötu beina strengi og með hliðarhreyfingum
  • rafsoðið kverksuður í PB- og PF- suðustöðum
  • soðið mismunandi legglengd og a-mál með einum eða fleiri strengjum
  • stillt suðuvél, valið suðuvíra og soðið samkvæmt suðuferli
  • metið suðugæði samkvæmt stöðluðum kröfum um útlit og flokkað suðu í gæðaflokka
 •   metið hættur sem geta stafað frá rafsuðu og brugðist við þeim á réttan hátt    

 • Námslýsing: Nemendur kunna skil á helstu suðuaðferðum, efni og suðuvírum. Þeir geta metið aðstæður til rafsuðu og er ljóst hvernig gæta ber fyllsta öryggis við rafsuðu. Nemendur eru færir um að sjóða plötur í öllum suðustöðum með pinnasuðu, samkvæmt staðlinum ÍST EN 287-1. Færni miðast við kverksuðu og grunnatriði suðuferlis. Nemendur geta skráð grunnatriði suðuferlislýsingar. Þeir skulu ná suðugæðum í flokki C samkvæmt ÍST EN 25 817.

 • Málmiðnbraut

 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón