RÖK 102

Undanfari:                                         

 

Markmið:

Stefnt er að því að nemendur:

  • Læri um grunnrökrásahliðin, OR, AND, NOT,NOR og NAND og geti útskýrt þau með rofahliðstæðunni, sett upp sannleikatöflu þeirra og Boole-formúlur.

  • Geti sýnt fram á hvernig hægt er að nota NOR og eða NAND hlið til að fá fram grunnvirknina, OR, AND og NOT

  • Kynnist mismunandi talnakerfum, einkum tvítölukerfinu, oktan og hexadesimal og geti borið þau saman við tugakerfið.

  • Fái þjálfun í að setja saman rökrásahlið fyrir ákveðna virkni og skrifa formúlu samsettu rásarinnar.

  • Fái þjálfun í að skrifa formúlu rökrásavirkni og einfalda með hjálp Boole- algebru

  • Fái þjálfun í að tengja rökrásahlið og prófa virkni þeirra.

  • Kynnist samrásum („IC-circuit") með rökrásahliðum (C-MOS eða TTL) og fái þjálfun í að tengja þau og prófa.

  • Kynnist iðntölvum, og skilji hvernig hægt er að byggja upp ákveðna rökrásavirkni í þeim.

  • Kynnist hugtökunum forrit („program"), stigarit („ladder") og rim („network") og fái þjálfun í að setja upp einfalda stýringu í tölvunni.

  • Fái þjálfun í að tengja búnað við inn- og útganga iðntölvu.

 

 

Námslýsing:

Grunnhliðin AND, OR og NOT. NOR og NAND.

Táknmyndir.

IC-rásir með rökhliðum.

Sannleikatafla og Boole-algebra.

Iðntölvur.

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón