RAF 353

Undanfari: RAF 253

 

Markmið

Að nemendur

  • öðlist þekkingu á uppbyggingu og vinnumáta þriggja fasa riðstraumsrafala og mótora.
  • kynnist varnarbúnaði mótora
  • kynnist möguleikum til hraðastýringar þriggja fasa riðstraumsmótora
  • öðlist þekkingu á rafkerfum báta með allt að 750 kW aðalvél og fái þjálfun í lestri teikninga úr slíkum kerfum
  • kynnist uppbyggingu riðstraumstöflu í skipum
  • kynnist einfasa riðstraumsmótorum og notkunarsviði þeirra
  • öðlist þjálfun í tengingum riðstraumsvéla og fylgibúnaðar þeirra og framkvæmd bilanaleitar með mælitækjum
  • öðlist þjálfun í að fasa saman riðstraumsrafala og net
  • öðlist þjálfun í tengingu segulliðarása

Námslýsing

Tekið er fyrir eftirfarandi námsefni: Þriggja fasa riðstraumsrafalar, þriggja fasa riðstraumsmótorar, einfasa riðstraumsmótorar og segulliðastýringar.

 Leitast við að aðlaga námsefni að aðstæðum þeim sem búast má við á starfsvettvangi vélstjóra.

Verklegar æfingar gerðar vikulega í þremur af sex kennslustundum.

Teknar eru æfingar í samfösun og framleiðslu riðstraums hjá Orkubúi Vestfjarða. Farið í heimsókn í lítil orkuver og sjálfvirkni skoðuð í nútíma fjósi.

               

Athugasemd

Fagáfangi í vélstjórn 2. stigs.

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón