NÁT 113

Jarðfræði

 

Undanfari: Enginn

 

Markmið

Að nemendur:

 • geri sér grein fyrir eðli og hlutverki jarðfræðinnar sem vísindagreinar

 • geri sér grein fyrir grundvallaratriðum kortagerðar og hnitakerfis jarðar

 • öðlist grunnþekkingu á helstu tilgátum um tilurð alheimsins og myndun sólkerfisins

 • þekki uppbyggingu sólkerfis okkar helstu einingar þess

 • þekki helstu drætti í myndun og sögu jarðar og geti gert grein fyrir lagskiptingu hennar og myndun helstu berggerða

 • þekki helstu þætti veðurfars og vindakerfi jarðar

 • þekki til hafstrauma jarðar og áhrifa þeirra á umhverfið

 • geri sér grein fyrir þeim afleiðinum sem mengun hafanna hefur og helstu mengunarvöldum

 • þekki til nýtingar jarðefna ásamt þeim áhrifum sem sú nýting getur haft á umhverfið

 • þekki til helstu aðferða jarðfræðinga við rannsóknir vegna vatnsafls- og jarðvarmavirkjana

 • þekki hver er jarðfræðileg myndun helstu náttúrulegra orkugjafa

 • þekki til landfræðilegra þátta sem tengjast sambúð manns og jarðar

 Námslýsing

Í þessum áfanga fer fram kynning á jarðvísindum og jarðfræði sem vísindagrein og notagildi jarðvísinda fyrir íslenskar aðstæður. Undirstöðuatriði kortagerðar eru tekin fyrir og nemendur fá æfingu í að draga hæðarlínur og teikna þversnið. Fjallað er um alheiminn: fjarlægðir, aldur, vetrarbrautir og sólkerfið okkar; samspil jarðar og tungls ásamt mikilvægi jarðmöndulhallans. Samspil manns og náttúru er skoðað og þrískiptingu viðhorfa manna til hennar. Andrúmsloftið, vindakerfi jarðar, gróðurhúsaáhrif, ósoneyðing og náttúrulegar veðurfarsbreytingar eru til athugunar. Hafið og uppruni þess, hafstraumar, selta og seltujafnvægi og mikilvægi þess að halda hafinu ómenguðu undirstrikað. Innræn öfl eru ígrunduð og í því sambandi rekin þróun landrekskenninga og sérstaða Íslands skoðuð í því ljósi, þ.e. yfirborð stórs möttulstróks þar sem eru að skiljast að 2 stærstu flekar heims. Jarðvarminn, nýting hans og rannsóknir á því hvernig hans er leitað er kynnt. Farið er í flokkun á yfirborðsbergi og nemendum kynnt algengustu bergtegundir storkubergs. Að lokum eru útrænu öflin með vatnið sem megin verkfæri skoðuð og bent á og kynnt hvernig allt okkar umhverfi er mótað af útrænu öflunum.

 

Athugasemd

Kjarni á öllum bóknámsbrautum

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón