LOL 103

Líffæra- og lífeðlisfræði

 

Undanfari: Æskilegur undanfari er NÁT 103

 

 

Markmið

 

Að nemendur:

  • skilji helstu undirstöðuþætti hvað varðar uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans
  • þekki starf og byggingu frumna ásamt samskiptum þeirra við utanfrumuumhverfið
  • þekki vefjagerðir líkamans og geti greint þar á milli
  • þekki gerð húðar, líffæri hennar og hlutverk
  • þekki helstu bein og vöðva líkamans og sé fær um að lýsa gerð þeirra, hlutverki og uppbyggingu
  • kynnist undirstöðuatriðum í starfi tauga og innkirtlakerfis líkamans
  • þekki gerð taugavefjar og skiptingu taugakerfis. Þekki hormón og áhrif þeirra á líkamsstarfsemina.

 

 

Námslýsing

Í áfanganum er fjallað um undirstöðuþætti mannslíkama, frumuna og líffæri hennar. Fjallað er um hvernig fruma myndar vefi, vefir mynda líffæri ásamt sérhæfingu og hlutverki vefja. Fjallað er um samvægi (homeostasis) líkamans og hvernig líkaminn stuðlar að þessu jafnvægi. Fjallað er um húð og sérkenni hennar. Fjallað er um bein og vöðva, lögð fram verkefni og æfingar í tengslum við námsefnið. Fjallað er um starfsemi miðtaugakerfis og úttaugakerfis. Fjallað um hina ýmsu heilahluta og þeir staðsettir, verkefni lögð fram í tengslum við námsefnið. Fjallað er um starf innkirtla og áhrif hormóna á mannslíkama

Athugasemd

Áfanginn er sérgrein á sjúkraliðabraut og kjörsviðsáfangi á náttúrufræðibraut.

 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón