LÍF 303

Verkefnalíffræði  

 

Undanfari: NÁT 103, LÍF 103, LÍF 113 og LÍF203


Markmið

Að nemendur

  • þjálfist í að takast á við margvísleg verkefni og geti gert raunhæfar áætlanir um rannsóknaraðferðir

  • þjálfist í að greina mismunandi umfjöllun um líffræðileg efni, svo sem í kennslubókum, fjölmiðlum, fræðiritum og á Netinu

  • kynnist rannsóknartækjum og hugbúnaði í tengslum við líffræðinám

  • öðlist reynslu af nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni í tengslum við líffræðinám, t.d. við söfnun upplýsinga og uppsetningu vefsíðna

  • séu færir um að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum í tengslum við líffræðinám sitt á greinargóðan, gagnrýninn og skapandi hátt og geti tjáð sig um aðferðir sínar og lausnir í töluðu máli og rituðu

  • þjálfist í að vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra að fjölbreytilegum verkefnum

  • sýni að þeir geti tengt saman þekkingu úr ólíkum fögum á mismunandi vegu

  • þjálfist í að móta sér sína eigin afstöðu studda rökum og niðurstöðum athugana

  • geri sér grein fyrir mikilvægi rannsókna á sviði náttúruvísinda, sér í lagi í tengslum við líffræði

Námslýsing

Í áfanganum samþættir nemandinn þá þekkingu og færni sem hann hefur aflað sér í fyrri líffræðiáföngum og öðrum námsgreinum við vinnu að fjölþættum úrlausnarefnum og verkefnum. Þannig eru brotnir niður veggir milli fyrri áfanga og faga, efni þeirra rifjað upp og sett í víðara samhengi en áður hefur verið mögulegt.

Hver nemandi vinnur a.m.k. einnar einingar einstaklingsverkefni sem krefst a.m.k. að hluta til þýðinga úr erlendum fræðiritum um þrengri svið líffræðinnar. Ýmis verkefni verða unnin þar sem nemendur vinna sjálfstætt og í hópum og þjálfast í að koma hugmyndum sínum og niðurstöðum frá sér á greinargóðan hátt.

 

Athugasemd

Kjörsvið á náttúrufræðibraut.

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón