LÍF 203

Erfðafræði


Undanfari  LÍF 103

Markmið
Að nemendur:
 • þekki sögu erfðafræðinnar og geri sér grein fyrir mikilvægi hennar í nútímanum
 • geti tekið rökstudda afstöðu til erfðafræðilegra dægurmála
 • þekki lykilhugtök erfðafræðinnar um litninga og gen, t.d. kynlitningur, sjálflitningur, litningapör, samsæt gen 
 • þekki lögmál Mendels
 • þekki gerð og starfsemi litninga og gena
 • þekki dæmi um erfðir gerla og veira, áhrif þeirra á aðrar lífverur og notkun örvera í erfðarannsóknum og erfðatækni
 • geti lýst príonum (próteinsýklum) og hugmyndum um áhrif þeirra á lífverur
 • þekki helstu breytingar sem verða á erfðaefninu og orsakir þeirra og afleiðingar
 • þekki tengsl milli erfða og þróunar
 • þekki dæmi um nýtingu erfðafræði og erfðatækni í daglegu lífi, í landbúnaði og í læknavísindum
 • hafi þjálfun í að fjalla um siðfræðileg álitamál erfðatækninnar
Námslýsing
Helstu atriði sem fjallað er um eru: Saga erðafræðinnar og staða hennar innan náttúruvísinda. Frumuskipting, mítósa, meiósa, frjóvgun, litningur, einlitna, tvílitna, kynlitningur, sjálflitningur, samstæðir litningar, samsæt gen, arfgerð, svipgerð, arfhreinn, arfblendinn, ríkjandi gen, víkjandi gen, kyntengd gen, fjölgena erfðir, frymiserfðir, stofnerfðir, banagen, tengsl gena, litningavíxl, stökkbreyting, litningabreyting,  stofnerfðir, heilkenni, DNA, RNA, kirni, tákni, andtákni, ríbósóm, afritun, umritun, próteinmyndun, innraðir, útraðir, afritarar, skerðiensím, temprun erfðavirkni, gerðargen, stilligen, stjórngen, gerlar, veirur, genaferja, príon, meingen, æxlisvöxtur.

Athugasemd
Kjörsvið á náttúrufræðibraut.

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón