LÍB 101

Undanfari     Enginn

 

 

Markmið

 

Að nemandi

  • þekki hina ýmsu þætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan
  • þekki leiðir til að draga úr líkamlegu og andlegu álagi við vinnu
  • fái þjálfun í réttri líkamsbeitingu og vinnutækni við ólíkar aðstæður og mismunandi störf

 

 

Áfangalýsing

Í áfanganum er fjallað um áhrif vinnuumhverfis á starfsmanninn svo sem hvernig stærð og skipulag vinnurýmis, rúm, stólar, borð og hjálpartæki hafa áhrif á vinnuaðstöðu og vinnuhreyfingar. Rætt er um grundvallaratriði góðrar vinnutækni sem gerir einstaklingnum kleift að átta sig á hvort vinnuaðferðir hans séu hættulegar með tilliti til álags á líkamann. Kynnt verða ýmis hjálpartæki sem geta dregið úr líkamlegu álagi við vinnu og hættu á álagsmeinum. Í verklegum hluta eru ýmis hjálpartæki kynnt og áhersla lögð á rétta líkamsbeitingu og vinnutækni.

 

Athugasemd   Áfanginn er kenndur samhliða LOL 103 og HJV 103

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón