LAN 103

Almenn landafræði

Undanfari: Enginn

 

Markmið

Að nemendur:

  • Þekki tvískiptingu fræðigreinarinnar, læri að beita vinnuaðferðum landfræðinga og kynnist aðferðum þeirra við upplýsingaöflun.

  • Þjálfist í að lesa úr og notfæra sér ólík kort, kynnist undirstöðuatriðum í fjarkönnun, þjálfist í að reikna út mælikvarða, kynnist og noti bauganet jarðar og þekki helstu drætti í sögu kortagerðar.

  • Geri sér góða grein fyrir landnotkun og skipulagi, þekki hvernig landnýting hefur breyst og þekki helstu gerðir og hlutverk skipulags og reglugerðir er lúta að skipulagi og landnýtingu bæði á heimsvísu og í heimabyggð.

  • Þekki dreifingu, vöxt og samsetningu fólksfjölda, skilgreini og noti lýðfræðileg hugtök; t.d. aldursskiptingu, fæðingartíðni, lífslíkur, búsetumynstur og lesi og túlki algengustu gerðir af fólksfjöldatölum og spám.

  • Kynni sér fólksflutninga í sögulegu samhengi allt til líðandi stundar.

Námslýsing

Í áfanganum er fjallað um landafræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Lögð er áhersla á kortalestur og kortagerð, fjallað um landnýtingu og breytingar á notkun lands og afleiðingar hennar. Gerð er grein fyrir undirstöðum efnahagslífs og nýtingu auðlinda. Kynnt eru grunnhugtök lýðfræðinnar, vandamál er tengjast fólksfjölgun og fólksflutningum. Megináhersla er lögð á að nemenndur vinni nokkur sérhæfð verkefni sem krefjist upplýsingaöflunar úr fjölbreyttum heimildum. Námsmat felst í verkefnaskilum, hlutaprófum og lokaprófi.

 

Athugasemd:

Kjarni á félagsfræðibraut

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón