ÍSL 503

Undanfari: Íslenska 403

Markmið
Að nemendur:
  • öðlist yfirsýn yfir bókmenntasögu 20. aldar
  • átti sig á áhrifum erlendra menningarstrauma á íslenskar bókmenntir 20. aldar´
  • þekki helstu hugtök sem tengjast bókmenntastefnum 20. aldar
  • geri sér grein fyrir samspili bókmennta og þjóðfélagsbreytinga og hlutverki bókmennta í samfélaginu
  • þekki nokkra helstu höfunda og verk tímabilsins
  • þjálfist í lestri margs konar bókmenntaforma, leikrita, ljóða, smásagna og skáldsagna og túlkun þeirra
  • geti greint formleg einkenni bókmenntaverka (bragarhætti ljóða, myndmál og stílbrögð, málsfarseinkenni)
  • æfist í að gera grein fyrir viðfangsefnum sínum í ræðu og riti

Námslýsing:
Bókmenntir frá 1900 - 2000. Í áfanganum kynnast nemendur íslenskri bókmenntasögu 20. aldar í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum bæði hérlendis og erlendis á sama tímaskeiði. Nemendur kynnast helstu höfundum á þessum tíma, lesa verk eftir þá, glöggva sig á inntaki bókmenntaverkanna og reyna að átta sig á erindi þeirra við eigin samtíma og nútímann. Nemendur gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega.


Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón