ÍSL 303

Undanfari: ÍSL 203/212

Markmið
Að nemandinn:

  • átti sig á skiptingu bókmenntasögunnar í tímabil óskráðra og skráðra bókmennta og átti sig á hvenær menn hyggja að einkum hafi verið lögð stund á hverja bókmenntagrein á tímabilinu 800-1550.
  • þekki forna bragarhætti a.m.k. fornyrðislag, ljóðahátt og dróttkvæðan hátt
  • þekki helstu persónur hetjukvæðanna, hugmyndafræði þeirra og boðskap
  • geti tekið saman nokkrar vísur eddukvæða og dróttkvæðar vísur, skilið þær og skýrt vandlega og gert grein fyrir efni þeirra, heimsmynd og hugmyndafræði
  • þekki skáldamál dróttkvæða og eddukvæða, heiti og kenningar
  • kynni sér upphaf ritmennta á Íslandi, kannist við helstu skólasetur til forna, fræðirit, bókagerð og varðveislu handrita
  • þekki helstu sérkenni konungasagna, biskupasagna, samtíðarsagna, Íslendingasagna, Íslendingaþátta, fornaldarsagna Norðurlanda og riddarasagna
  • lesi a.m.k. eina viðamikla Íslendingasögu og geti gert grein fyrir efni hennar og hugmyndaheimi
  • geti aflað sér heimilda um tiltekið efni og skrifi um það ritgerð samkvæmt viðurkenndum reglum


Námslýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskar bókmenntir og sögu þeirra frá landnámsöld til siðaskipta. Nemendur fræðast einnig um orðaforða og beygingakerfi fornmáls og öðlast þannig betri skilning á textunum og málfari þeirra. Auk þess tjá nemendur sig í ræðu og riti um fornbókmenntir, fá þjálfun í meðferð heimilda og skrifa ritgerð um tiltekið efni. Nemendur lesa Njálu og vinna með hana.


Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón