ÍSL 212

Undanfari: ÍSL 202

 

Markmið

 

Nemendur eiga að:

  • þekkja helstu sögur goðafræðinnar.
  • hafa lært um bókmenntir sem byggja á fornum goðsögnum.
  • vita deili á helstu bókmenntaverkum Íslendinga. Í þeim hópi eru Íslendingaþættir og aðrir merkilegir textar.
  • kunna skil á grundvallarþáttum hljóðfræðinnar og íslenskum mállýskum.
  • vita deili á trúarbrögðum og áhrifum þeirra á íslenskt samfélag.
  • hafa vitneskju um uppruna íslensku og skyldleika tungumála.
  • bera skynbragð á þróun íslensks máls, þar á meðal orðsmíð og merkingu.
  • hafa hugmynd um íslenska málstefnu og þá mikilvægi tungumálsins.
  • geta gert grein fyrir heimildum og beitt þeim í ritgerðum og verkefnum.
  • hafa flutt texta munnlega og þróað með sér góða framsögn.

 

 

Námslýsing

 

Í þessum áfanga er nemendum m.a. ætlað að kynnast ýmsum grundvallarþáttum íslensks máls frá landnámi fram á vorra daga. Þekking á skáldskap fornmanna skiptir sköpum. Þá er nemendum ætlað að kynnast norrænni goðafræði og hvernig hún markar hugmyndaheim norrænna manna. Nemendur kynnast sögu hljóðfræðinnar, jafnt erlendis sem hérlendis. Þeir læra m.a. að lesa úr hljóðritunartáknum og kynnast mállýskum ólíkra landshluta Íslands. Að lokum læra nemendur að afla sér upplýsinga á bókasafni og nota heimildir sem eru mikilvægir þættir við vinnu ritgerða og verkefna.


Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón