ÍSL 203

Undanfari: ÍSL 103 - Læsi, ritun og tjáning                                  

 

Markmið:

Að nemandi:

  • bæti sig í bókmenntagreiningu og geti beitt henni á ólíka texta. 

  • þekki helstu ljóðskáld þjóðarinnar.

  • kunni orðaflokka íslensks máls og setningarskipan.

  • hafi á valdi sínu almennar málfræðireglur.

  • geti ritað texta þar sem reynir á kunnáttu í stafsetningu.

  • þjálfist í gerð ritgerða og úrvinnslu gagna.

  • auki hæfni sína í meðferð heimilda.

  • geti nýtt sér orða- og uppflettirit við öflun gagna og upplýsinga.

  • noti tölvutækt form við frágang verkefna, ritgerða eða við gerð vefsíðna.

Námslýsing: 

Bókmenntir: Nemendur lesa smásögur og brot úr skáldsögum nútímans. Þá er brýnt að þeir lesi að minnsta kosti eina íslenska fornsögu sem þá er lögð til prófs. Mikilvægt er að nemendur þekki til hugtaka bókmenntafræðinnar. 

Ljóð: Nemendur lesa ljóð íslenskra skálda og þekki jafnt hefðbundinn sem óhefðbundinn skáldskap.

Málfræði: Mikil áhersla er lögð á setningarfræði og þá greiningu ýmissa texta. Ætlast er til að nemendur þekki alla orðflokka hins íslenska kerfis en kunni líka skil á aðal- og aukasetningum.

Ritun og stafsetning: Nemendur þróa texta og æfa sig að rita fréttapistla og annan texta um almenn málefni.

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón