ÍSL 202 - Bókmenntir og málfræði

Undanfari: ÍSL 102
 
Markmið:

Að nemandi
  • lesi bókmenntatexta frá ólíkum tímum
  • geti beitt hugtökum í bókmenntafræði í umfjöllun um bókmenntir
  • geti nýtt sér setningafræðileg hugtök í umfjöllun um stíl sagna og samanburð ólíkra texta
  • geti nýtt sér málfræðilegar upplýsingar í orða- og uppflettibókum og í umræðu um mál og málnotkun
  • skrifi margs konar ristmíðar í skrefum, þ.e. með ferliritun
  • geti nýtt sér reglur um málnotkun og byggingu málsins í ræðu og riti
  • noti tölvutækni til að ganga frá verkefnum
 
Námslýsing
Í áfanganum er megináhersla lögð á að skoða ólíka texta frá bókmenntalegu og málfarslegu sjónarmiði.  Markmiðið er að nemendur þjálfi hæfni sína til að beita fræðilegum hugtökum við umfjöllun ólíkra texta og læri um leið að nýta sér þekkingu sína og þjálfun við eigin textagerð.  Nemendur fái tækifæri til að nota tölvu, handbækur og sem fjölbreyttust hjálpargögn.
Atburðir
« Apríl »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Næstu atburðir

Vefumsjón