INR 106 - Innréttingar

Undanfarar: TRÉ 109 og VTS 103

 

Áfangalýsing

Í áfanganum læra nemendur um smíði innréttinga og innihurða með áherslu á spón-lagningu, yfirborðsmeðferð og vélavinnslu plötuefnis. Lögð er áhersla á grunnatriði spónlagningar eins og plötu- og spónlagningarefni, áhöld, tæki, spónskurð, mynstrun og spónlímingu. Teknar eru fyrir samsetningar á plötuefni, smíðisfestingar, smíðis-tengi og uppsetning á innréttingum. Gerð er grein fyrir iðnaðarframleiðslu á inn-réttingum og innihurðum og mikilvægi þess að staðla vinnuferli og gerð, stærð og lögun framleiðsluvöru. Kennslan er aðallega verkleg og byggist á spónlagningu og plötusmíði þar sem nemendur fá þjálfun í að smíða skápa og innihurðir. Áfanginn er sameiginlegur með húsasmiðum og húsgagnasmiðum.

 

Markmið

 

Að nemandinn:

  • Þekki efni sem notuð eru til smíði innréttinga og innihurða
  • Þekki verkfæri og tæki sem notuð eru í innréttinga- innihurðasmíði
  • Kunni skil á helstu samsetningaraðferðum á innréttingum og innihurðum
  • Þekki mismunandi aðferðir á yfirborðsmeðferð á innréttingum og innihurðum
  • Geti smíðað innréttingar og innihurðir og sett upp

 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón