FRA 103

Undanfari: Enginn

Markmið
Að nemendur:
  • nái nokkuð góðum tökum á grundvallaratriðum fransks framburðar, áherslum og hrynjandi málsins
  • hafi tök á einföldum grundvallaratriðum franskrar málfræði
  • hafi á valdi sínu þann orðaforða sem kemur við sögu
  • geti lesið einfalda texta og áttað sig á meginefni lengri texta á léttu máli
  • geti skrifað einfalda texta, s.s. stuttar lýsingar, samtöl og frásagnir
  • geti skilið fyrirmæli kennara og mjög einfalda talaða frönsku við daglegar aðstæður
  • geti tjáð sig munnlega á einfaldri frönsku við ýmsar aðstæður
  • hafi fræðst um Frakkland og aðrar frönskumælandi þjóðir, uppruna og útbreiðslu franskrar tungu og fengið innsýn í franska menningu og ýmsa þætti í lífi Frakka
  • hafi öðlast lifandi áhuga á frönsku og franskri menningu og vaknað til vitundar um mismunandi menningarheima
  • geti nýtt sér orðabækur (einkum fransk-íslenskar) við upplýsingaöflun


Námslýsing
Frá upphafi er færniþáttunum fjórum, tali, hlustun, lestri og ritun, sinnt jafnhliða en allra fyrst er sérstök áhersla á framburðarkennslu því að mikilvægt er að nemendur temji sér góðan framburð strax frá byrjun. Grunnkennslubók fylgir geisladiskur sem auðveldar nemendum að æfa hlustun og framburð á eigin spýtur. Nemendur eru æfðir í að tala og skrifa um sjálfa sig, fjölskyldu sína, vini og nánasta umhverfi. Einnig æfast þeir í samskiptum við ákveðnar aðstæður í daglegu lífi. Nemendur rita einfalda texta eins og lýsingu á hlutum, fólki og stöðum, samtöl, frásagnir o.fl. sem byggjast á orðaforða sem áður hefur komið fyrir í kennslunni. Unnið er með einfalda texta, s.s. frásagnir, samtöl og söngtexta. Markviss uppbygging orðaforða og kennsla í grunnatriðum franskrar málfræði fer fram með hliðsjón af markmiðum vetrarins. Frakkland, frönskumælandi þjóðir og menning þeirra eru kynnt samhliða námsefni vetrarins, m.a. með ítarefni á borð við myndefni og tónlist. Nemendur fá grunnþjálfun í notkun orðabóka og upplýsingaleit á Netinu. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.


Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón