FÉLV1IF05

Inngangur að félagsvísindum

 

Viðfangsefni: Inngangur að félagsvísindum fyrir náttúruvísindabraut

1. þrep

Einingafjöldi: 5

Forkröfur: Engar

 

Lýsing

Markmið áfangans er að gefa yfirlit yfir viðfangsefni félagsvísinda og þeirra fræðigreina sem fjalla undir þau. Í áfanganum verða tekin fyrir valin viðfangsefni úr félagsfræði, fjölmiðlafræði, sálfræði, mannfræði og stjórnmálafræði. Lögð verður áhersla á víxlverkun samfélags og einstaklinga.

 

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • mikilvægustu félagslegu festum samfélagsins og tilgangi þeirra
 • hlutverki menningar í þróunarsögu mannsins
 • mikilvægi fjölmiðla og áhrifa þeirra
 • helstu þáttum íslenska stjórnkerfisins
 • lýsa því hvernig hegðun lífvera mótast með lögmálum atferlisstefnu
 • viðfangsefnum félagsvínda
 • greina helstu innviði íslenskrar stjórnsýslu, störf alþingis og sveitastjórna
 • lýsa því hvernig hegðun lífvera mótast með lögmálum atferlisstefnu
 • flytja munnlega kynningu og skrifa ritgerð um valið viðfangsefni áfangans

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • greina hlutverk fjölskyldunnar, skólans og annarra helstu stofnana íslensks samfélags

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skoða samfélag og menningu út frá þeim sjónarhornum félagsvísinda sem fjallað er um í áfanganum
 • geta sett sig í spor annarra og nýta til þess hugtök úr félagsvísindum
 • afla sér upplýsinga í félagsvísindum, meta þær og hagnýta
 • greina valið fjölmiðlaefni með tilliti til markhópa og málefna
 • vera betur meðvitaður um ýmsa samfélagslega þætti sem hafa áhrif á velferð fólks
 • meta málefni líðandi stundar á gagnrýninn hátt

 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón