FÉL 103

Undanfari: Enginn

 

Markmið

Að nemendur

  • þekki til þróunar félagsvísinda og geti útskýrt helstu vinnu- og rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar sem fræðigreinar

  • þekki og geti beitt helstu grundvallarhugtökum félagsfræðinnar

  • þekki til helstu trúarbragða heims

  • þekki til orsaka kynþáttafordóma og annarrar mismununar

  • geti borið saman fjölskyldur og fjölskyldugerðir, fjalli um hlutverk þeirra fyrr og nú og þekki til helstu réttinda og skyldna sem fylgja mismunandi sambúðarformi

  • geri sér grein fyrir atvinnumarkaði, atvinnuskiptingu og uppbyggingu íslenska stjórnkerfisins

Námslýsing

Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um grunneiningar samfélagsins og þær skoðaðar frá sjónarhorni félagsfræðinnar. Fjallað er um samfélagið í ljósi þeirra áhrifa sem það hefur á einstaklinginn og líf hans. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu svo þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Helstu viðfangsefnin eru kynning á félagsfræðinni sem fræðigrein, rannsóknaraðferðum og grundvallarhugtökum hennar. Einstaklingurinn í samfélaginu, félagsmótun, félagslegt taumhald, staða og kynhlutverk. Mismunandi samfélög, fordómar, menning, helstu trúarbrögð, fjölskyldan, atvinnulíf og stjórnmál. Verkefnavinna skiptist í einstaklings- og hópverkefni.


Athugasemd

Kjarni á öllum brautum

 

 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón