ENS 212

Lestur, hlustun og orðaforði

Undanfari: enska 202


Markmið:

Að nemendur

  • geti lesið þyngri texta en í ENS 202, t.d. fræðitexta, bókmenntatexta með tiltölulega flóknum söguþræði, texta í dagblöðum og tímaritum eða alls kyns upplýsinga- og heimildaritum og á Netinu
  • geti beitt mismunandi lestraraðferðum, þ.e. nákvæmnislestri, yfirlitslestri, hraðlestri og leitarlestri og viti hvenær hvað er viðeigandi geti notfært sér mismunandi hjálpargögn við lestur eftir því hver tilgangurinn er með lestrinum.
  • geti sett saman flóknari setningaskipan í skriflega þættinum, sýnt fram á nákvæmari orðaforða og skipulegri framsetningu en í fyrri áfanga

Námslýsing:

Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnubragða en í ENS 202. Lestur almennra og sérhæfðra texta sem ekki eru einfaldaðir svo sem skáld- og smásagna. Unnið með orðabók þar sem það á við. Aukin áhersla á að nemendur tjái sig frjálst og óbundið. Markvissar hlustunaræfingar. Áhersla lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða með margvíslegum æfingum á öllum færnisviðum. Enskt talmál æft, m.a. í tengslum við les- og hlustunarefni og einnig er markvisst unnið að talþjálfun í kennslustundum. Í skriflega þættinum er gerð krafa um flóknari setningaskipan, nákvæmari orðaforða og skipulegri framsetningu en í fyrri áfanga. Lokið er við yfirferð helstu undirstöðuatriða í málfræði.


Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón