ENS 202

Áfangalýsing
 
Í beinu framhaldi af námi í grunnskóla eru undirstöðuatriði enskrar málfræði, sérstaklega þau atriði sem reynast íslenskum nemendum erfið, rifjuð upp í efnislegu samhengi við aðra þætti námsins. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Hraðlesið efni valið við hæfi nemenda. Markvissar hlustunaræfingar. Enskt talmál æft m.a. í tengslum við lestrar- og hlustunarefni. Skriflegi þátturinn þjálfaður með fjölbreyttum æfingum í tengslum við þá efnisflokka sem unnið er með. Nemendum leiðbeint í notkun orðabóka.
 
Áfangamarkmið
Nemandi
Lestur
-          geti notað orðabækur sér til gagns og ekki einvörðungu til að komast að merkingu orða heldur einnig notkun þeirra, orðflokki og framburði
-          ráði við mismunandi lestrarlag eftir aðstæðum
-          geti lesið margvíslega texta, t.d. óstytta bókmenntatexta ætlaða enskumælandi fólki, aðgengilega fræðitexta af ýmsum sviðum, t.d. í upplýsingaritum, og almennt efni í blöðum, tímaritum og á Netinu
Hlustun
-          geti hlustað á marvíslegt efni sem ekki er endilega ætlað til enskukennslu (raunefni), dregið út upplýsingar og tileinkað sér ný orð
Tal
-          geti tekið þátt í almennum samræðum á ensku, t.d. innan kennslustofunnar við skólafélaga og kennara sem og við enskumælandi fólk eftir því sem tækifæri gefst til
-          geti sagt frá sjálfum sér og nánasta umhverfi, áhugamálum o.s.frv.
-          geti talað um almenn efni og tjáð sig af kurteisi og með viðeigandi orðalagi
-          geti notað grunnorðaforða, sem unnið hefur verið með í áfanganum, á eigin forsendum í nýju samhengi
Ritun
-          kunni að nýta sér hjálpargögn við ritun, svo sem orðabækur og málnotkunarbækur
-          geti skrifað misflóknar setningar og sett saman aðal- og aukasetningar
-          geti skrifað skipulegan texta og skipt í efnisgreinar
-          geti notað tengiorð og samtengingar
-          geti hagað málnotkun með tilliti til markhóps/viðtakanda (þekki t.d. muninn á formlegu og óformlegu ritmáli)
-          geti hagnýtt sér nýjan orðaforða á skapandi hátt
Málfræði
Dæmi um grundvallaratriði enskrar málfræði til upprifjunar og áherslu í ENS 202:
-          ákveðinn og óákveðinn greinir
-          eignarfall nafnorða
-          óreglulegar sagnir
-          algengustu tíðir sagna
-          skilyrðissetningar
-          samband frumlags og umsagnar
-          sambandssagnir
-          fornöfn (sérstaklega tilvísunarfornöfn, eignarfornöfn, og afturbeygð fornöfn)
-          forskeyti og viðskeyti og myndun nýrra orða af ólíkum orðflokkum
-          forsetningar
-          stigbreyting lýsingarorða
-          notkun orðabókar sem hjálpartækis við málnotkun
Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón