EĐLA2AF05

Eðlisfræði        


Viðfangsefni
: Aflfræði og ljósgeislar

Þrep: 2

Einingafjöldi: 5

Forkröfur: VÍSV2VV05 og  STÆR2GN05

 

Lýsing

Í þessum fyrsta áfanga í eðlisfræði fyrir nemendur á náttúruvísindabraut verður farið í grunnatriði aflfræði og ljósgeislafræði. Efnisatriðin eru hreyfing í einni vídd, kraftar, vinna, orka, skriðþungi, þrýstingur og ljósgeislar.

 

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 

 • SI-einingakerfinu og afleiddum stærðum þess við lausn verkefna
 • skilgreiningu á massa og þyngd
 • hreyfingu hlutar í einni vídd
 • fyrsta, öðru og þriðja lögmáli Newtons
 • helstu orkuformum og breytingu eins orkuforms í annað
 • lögmálinu um varðveislu orkunnar
 • skriðþunga og lögmálinu um varðveislu hans
 • þrýstingi og lögmáli Arkimedesar um uppdrif
 • ljósgeislum, hegðun þeirra í mismunandi efnum og linsum

 

 

Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 

 • nota markverða tölustafi með viðeigandi einingum í útreikningum og umrita jöfnur
 • nota 1., 2. og 3. lögmál Newtons við úrlausn verkefna
 • sundurliða krafta og reikna krafta sem verka á hluti á hreyfingu
 • leysa verkefni um varðveislu orkunnar m.a. um breytingu stöðuorku í hreyfiorku og hreyfiorku í varma
 • beita lögmálinu um varðveislu skriðþungans
 • reikna dæmi um þrýsting í lofti og vökva
 • nota lögmál Arkimedesar til að reikna út uppdrif hluta
 • teikna skýringarmyndir af geislagangi ljósgeisla og beita lögmáli Snells og linsujöfnunni
 • útbúa og framkvæma verklegar æfingar af nákvæmni og meta niðurstöður mælinga
 • vinna skýrslur úr verklegum æfingum og setja fram niðurstöður á skýran hátt

 

 

Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 

 • meta hvort niðurstöður mælinga og útreikninga séu raunhæfar
 • draga ályktanir út frá niðurstöðum verklegra æfinga og miðla þeim til annarra
 • tengja eðlisfræði við raunveruleg viðfangsefni og gera sér grein fyrir notagildi hennar
 • skýra fyrir öðrum og ræða um þau eðlisfræðilegu fyrirbæri sem hann hefur kynnst
 • beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna úr námsefninu
 • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu

 

 

Námsmat:

 Námsmat byggist á skriflegum og verklegum æfingum með áherslu á leiðsagnarmat.

 

 

Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón