DAN 202

 

Áfangalýsing

 

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Dönsk menning er kynnt og áhugi á henni vakinn. Áhersla er lögð á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn, svo og að þeir geti tjáð sig af lipurð munnlega og skriflega. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og réttritun og læra að beita algengustu málfræðireglum. Nemendur fá þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu.

 

Áfangamarkmið Að nemandinn:

 • geti hratt og örugglega áttað sig á megininntaki texta þótt hann skilji ekki hvert orð
 • geti leitað eftir tilteknum upplýsingum, hvort heldur er í uppsláttarritum eða í rafrænum texta
 • geti lesið og skilið inntak lengri texta, svo sem bókmenntatexta eða annarra texta sem í löngu máli fjalla um efni almenns eðlis
 • geti lesið sér til gagns mismunandi gerðir texta sem tengjast efnisflokkum áfangans
 • geti notað leitarvef til að afla upplýsinga á dönsku um afmörkuð efni
 • geti lesið og skilið stutta texta sem tengjast efnisflokkunum og krefjast nákvæmnisskilnings
 • hafi lesið 2 hraðlestrarbækur af venjulegri lengd
 • geti greint fyrirhafnarlítið flest lykilorð úr efnisflokkunum
 • skilji og geti nýtt sér hagnýtar upplýsingar sem heyrast við ákveðnar aðstæður, t.d. á járnbrautarstöð, á flugvelli, í banka, á matsölustað og öðrum stöðum sem tengjast daglegu lífi
 • skilji einfaldar upplýsingar og leiðbeiningar sem hann heyrir á símsvara
 • skilji atburðarás í frásögnum sem tengjast orðaforða efnisflokkanna
 • skilji samtal tveggja til þriggja
 • skilji smáatriði í almennum lengri frásögnum (5-7 mín.) og samtölum
 • hafi tilfinningu fyrir framburði allra hljóða, áherslum og hrynjandi málsins
 • geti gefið til kynna virka hlustun með viðeigandi smáorðum eða upphrópunum
 • geti látið aðra fá orðið
 • geti tjáð sig með orðræðu þar sem eru bæði aðal- og aukasetningar
 • geti tjáð sig um tilfinningar, þarfir, óskir og athafnir daglegs lífs af kurteisi og með viðeigandi orðalagi
 • geti skipst á upplýsingum við aðra á dönsku
 • geti unnið sjálfstætt eða í samvinnu við einn eða fleiri að gerð texta, t.d. samtalsþátta, frásagna, ferðalýsinga, kynninga og fréttaþátta
 • geti notað grunnorðaforða, sem unnið hefur verið með í efnisflokkunum, á eigin forsendum í nýju samhengi
 • geti talað dönsku lipurlega og með nægilega góðum framburði, hrynjandi og áherslum til að vel skiljist
 • kunni að nýta sér hjálpargögn við ritun, s.s. orðabækur og málnotkunarbækur
 • geti virkjað orðaforða sinn á meðvitaðan hátt með því að skrifa um efni sem unnið er með, t.d. í tengslum við ákveðin þemu
 • geti tekið þátt í óformlegum og hálfformlegum skriflegum samskiptum við Dani, t.d. tölvu- eða bréfasamskiptum, og fylgt reglum ritmáls eftir því sem við á
 • geti skrifað viðstöðulaust u.þ.b. 30 línur á 10 mínútum um efni sem búið er að vinna með (sjá kafla um tölvunotkun)
 • geti í flokki nafnorða beitt: hljóðvarpi, brottfalli, einföldun, tvöföldun og eignarfalli
 • geti í flokki sagnorða beitt: hjálparsögnum, öllum kennimyndum allra algengustu sagna
 • geti beitt óreglulegum endingum lýsingarorða
Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón