DAN 103

Undanfari: Enginn


Markmið
Að nemendur:

  • geti lesið sér til gagns og gamans um efni sem þeir þekkja til og/eða hafa áhuga á
  • geti skrifað samfelldan texta um afmörkuð efni sem þeir þekkja til
  • geti skilið þegar við þá er talað og náð efnisþræði þegar daglegt mál er talað á myndböndum og í kvikmyndum
  • geti tekið þátt í samræðum um daginn og veginn


Námslýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Áhersla er lögð á að orðaforði og lesskilningur nemenda aukist, svo og að þeir geti tjáð sig af lipurð munnlega og skriflega. Textar áfangans taka mið af unglingnum og umhverfi hans í víðum skilningi (t.d. skóli, vinir, sumarvinna, heimili og ferðalög). Í tengslum við þetta eru nemendur þjálfaðir í framburði og þeir læra að beita algengustu málfræðireglum um nafnorð, lýsingarorð og sagnorð. Nemendur fá þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu. Danmörk og dönsk menning er kynnt.


Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón