ÍSL 103

Markmið

Að nemandi:
 • þjálfist í lestri ólíkra bókmenntatexta.
 • geti beitt bókmenntahugtökum við greiningu texta í bókmenntum.
 • þekki til algengustu fornsagna Íslendinga.
 •  kunni skil á algengustu formum íslenskra ljóða.
 • búi yfir hæfni til að flytja mál sitt úr ræðupúlti á skýran hátt.
 • skrifi fjölbreyttan texta samkvæmt ferilsritun.
 • temji sér notkun orðabóka og annars efnis af bókasafni.
 • bæti kunnáttu sína í stafsetningu og greinarmerkjasetningu.
 • riti ritgerð þar sem reynir á góða málnotkun og þanþol tungunnar.
 • læri úrvinnslu texta í ritgerðum.
 • hafi hæfni til að vinna heimildaskrá í tengslum við ritgerðir.

Áfangalýsing

Bókmenntir: Nemendur lesa ólíka bókmenntatexta, bæði smásögur og brot úr stærri skáldverkum auk hinna fornu sagna. Farið verður í ýmis hugtök bókmenntafræðinnar við greiningu sagnanna.

Málfræði: Lögð er rík áhersla á beygingarfræði nafnorða og lýsingarorða en auk þess þurfa nemendur að kynna skil á lýsingarorðum og undirflokkum fornafna auk smáorða.

Ritun: Nemendur þurfa að þekkja ferilsritun og kunna rita texta með upphafi, miðju og endi og skrifa að minnsta kosti eina kjörbókarritgerð auk fréttabréfa um ýmis málefni.

Tjáning: Ætlast er til að nemendur geti flutt texta úr ræðustól og tileinki sér í því sambandi skýra framsögn og geti fjallað um dægurmál jafnt sem sértæk efni.

Stafsetning:  Nemendur koma til með að rifja upp ýmis atriði stafsetningarinnar enda lýkur áfanganum með lokaprófi í stafsetningu.
Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón