ÍSL 102

Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:

Könnuð verði staða nemenda í lestri, lesskilningi og stafsetningu og reynt að finna úrræði fyrir þá sem verst eru staddir.

Bókmenntir: lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar og unnið með þá.  Farið verður í nokkur grunnhugtök bókmenntafræðinnar og þeim beitt í umfjöllun um bókmenntir.  Textar úr bókinni Spegill, spegill lesnir ásamt Mýrinni og kjörbók.  

Stafsetning: nemendur leysa ýmis stafsetningarverkefni auk þess sem stafsetning tengist ýmsum öðrum þáttum áfangans.  Nemendur munu fá æfingu í notkun hjálpargagna við réttritun. 

Ritun: nemendur fá fjölbreytta þjálfun í ritun og vinna ýmis verkefni í því sambandi.  Á önninni skrifa nemendur a.m.k. eina ritgerð um almennt efni og kjörbókarritgerð.

Tjáning: farið yfir grunnatriði framsagnar og flutnings og þessi atriði æfð á eigin textum nemenda og annarra.  

Markmið:

Að nemandi:
  • þjálfist í að auka leshraða sinn og bæta lesskilning.                          
  • lesi bókmenntatexta og ýmsa aðra texta.
  • fái tækifæri til að velja texta við hæfi í samræmi við áhuga sinn.
  • geti beitt hugtökum bókmenntafræði í umfjöllun um bókmenntir.       
  • öðlist sjálfstraust til að tala og/eða lesa fyrir framan aðra.
  • kannist við séreinkenni ritmáls og talmáls.
  • skrifimargs konar ritsmíðar í skrefum þ.e. með ferliritun.
  •  temji sér notkun hjálpargagna við réttritun, þ.m.t. orðabækur og leiðréttingarforrit.
  • Fái tækifæri til að bæta kunnáttu sína í réttritun og greinamerkjasetningu

Námsmat:
Lokapróf 50%, námseinkunn 50%
Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón