ÍSL 303

Undanfari: ÍSL 203/212

Markmið

Að nemandinn:
 • átti sig á skiptingu bókmenntasögunnar í tímabil óskráðra og skráðra bókmennta og átti sig á hvenær menn hyggja að einkum hafi verið lögð stund á hverja bókmenntagrein á tímabilinu 800-1550.
 • þekki forna bragarhætti a.m.k. fornyrðislag, ljóðahátt og dróttkvæðan hátt.
 • þekki helstu persónur hetjukvæðanna, hugmyndafræði þeirra og boðskap.
 • geti tekið saman nokkrar vísur eddukvæða og dróttkvæðar vísur, skilið þær og skýrt vandlega og gert grein fyrir efni þeirra, heimsmynd og hugmyndafræði.
 • þekki skáldamál dróttkvæða og eddukvæða, heiti og kenningar.
 • kynni sér upphaf ritmennta á Íslandi, kannist við helstu skólasetur til forna, fræðirit, bókagerð og varðveislu handrita.
 • þekki helstu sérkenni konungasagna, biskupasagna, samtíðarsagna, Íslendingasagna, Íslendingaþátta, fornaldarsagna Norðurlanda og riddarasagna.
 • lesi a.m.k. eina viðamikla Íslendingasögu og geti gert grein fyrir efni hennar og hugmyndaheimi.
 • geti aflað sér heimilda um tiltekið efni og skrifi um það ritgerð samkvæmt viðurkenndum reglum.

 

Námslýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskar bókmenntir og sögu þeirra frá landnámsöld til siðaskipta. Nemendur fræðast einnig um orðaforða og beygingakerfi fornmáls og öðlast þannig betri skilning á textunum og málfari þeirra. Auk þess tjá nemendur sig í ræðu og riti um fornbókmenntir, fá þjálfun í meðferð heimilda og skrifa ritgerð um tiltekið efni. Nemendur lesa Njálu og vinna með hana.

ÍSL 212

Undanfari: ÍSL 202

Markmið

Nemendur eiga að:
 • þekkja helstu sögur goðafræðinnar.
 • hafa lært um bókmenntir sem byggja á fornum goðsögnum.
 • vita deili á helstu bókmenntaverkum Íslendinga. Í þeim hópi eru Íslendingaþættir og aðrir merkilegir textar.
 • kunna skil á grundvallarþáttum hljóðfræðinnar og íslenskum mállýskum.
 • vita deili á trúarbrögðum og áhrifum þeirra á íslenskt samfélag.
 • hafa vitneskju um uppruna íslensku og skyldleika tungumála.
 • bera skynbragð á þróun íslensks máls, þar á meðal orðsmíð og merkingu.
 • hafa hugmynd um íslenska málstefnu og þá mikilvægi tungumálsins.
 • geta gert grein fyrir heimildum og beitt þeim í ritgerðum og verkefnum.
 • hafa flutt texta munnlega og þróað með sér góða framsögn.

Námslýsing

Í þessum áfanga er nemendum m.a. ætlað að kynnast ýmsum grundvallarþáttum íslensks máls frá landnámi fram á vorra daga. Þekking á skáldskap fornmanna skiptir sköpum. Þá er nemendum ætlað að kynnast norrænni goðafræði og hvernig hún markar hugmyndaheim norrænna manna. Nemendur kynnast sögu hljóðfræðinnar, jafnt erlendis sem hérlendis. Þeir læra m.a. að lesa úr hljóðritunartáknum og kynnast mállýskum ólíkra landshluta Íslands.  Að lokum læra nemendur að afla sér upplýsinga á bókasafni og nota heimildir sem eru mikilvægir þættir við vinnu ritgerða og verkefna.

ÍSL 202 - Bókmenntir og málfrćđi

Undanfari: ÍSL 102

Markmið:

Að nemandi
 • lesi bókmenntatexta frá ólíkum tímum
 • geti beitt hugtökum í bókmenntafræði í umfjöllun um bókmenntir
 • geti nýtt sér setningafræðileg hugtök í umfjöllun um stíl sagna og samanburð ólíkra texta
 • get nýtt sér málfræðilegar upplýsingar í orða- og uppflettibókum og í umræðu um mál og málnotkun
 • skrifi margs konar ristmíðar í skrefum, þ.e. með ferliritun
 • geti nýtt sér reglur um málnotkun og byggingu málsins í ræðu og riti
 • noti tölvutækni til að ganga frá verkefnum

Námslýsing

Í áfanganum er megináhersla lögð á að skoða ólíka texta frá bókmenntalegu og málfarslegu sjónarmiði. Markmiðið er að nemendur þjálfi hæfni sína til að beita fræðilegum hugtökum við umfjöllun ólíkra texta og læri um leið að nýta sér þekkingu sína og þjálfun við eigin textagerð. Nemendur fái tækifæri til að nota tölvu, handbækur og sem fjölbreyttust hjálpargögn.

 

ÍSL 103

Markmið

Að nemandi:
 • þjálfist í lestri ólíkra bókmenntatexta.
 • geti beitt bókmenntahugtökum við greiningu texta í bókmenntum.
 • þekki til algengustu fornsagna Íslendinga.
 •  kunni skil á algengustu formum íslenskra ljóða.
 • búi yfir hæfni til að flytja mál sitt úr ræðupúlti á skýran hátt.
 • skrifi fjölbreyttan texta samkvæmt ferilsritun.
 • temji sér notkun orðabóka og annars efnis af bókasafni.
 • bæti kunnáttu sína í stafsetningu og greinarmerkjasetningu.
 • riti ritgerð þar sem reynir á góða málnotkun og þanþol tungunnar.
 • læri úrvinnslu texta í ritgerðum.
 • hafi hæfni til að vinna heimildaskrá í tengslum við ritgerðir.

Áfangalýsing

Bókmenntir: Nemendur lesa ólíka bókmenntatexta, bæði smásögur og brot úr stærri skáldverkum auk hinna fornu sagna. Farið verður í ýmis hugtök bókmenntafræðinnar við greiningu sagnanna.

Málfræði: Lögð er rík áhersla á beygingarfræði nafnorða og lýsingarorða en auk þess þurfa nemendur að kynna skil á lýsingarorðum og undirflokkum fornafna auk smáorða.

Ritun: Nemendur þurfa að þekkja ferilsritun og kunna rita texta með upphafi, miðju og endi og skrifa að minnsta kosti eina kjörbókarritgerð auk fréttabréfa um ýmis málefni.

Tjáning: Ætlast er til að nemendur geti flutt texta úr ræðustól og tileinki sér í því sambandi skýra framsögn og geti fjallað um dægurmál jafnt sem sértæk efni.

Stafsetning:  Nemendur koma til með að rifja upp ýmis atriði stafsetningarinnar enda lýkur áfanganum með lokaprófi í stafsetningu.

ÍSL 102

Undanfari: Enginn

Áfangalýsing:

Könnuð verði staða nemenda í lestri, lesskilningi og stafsetningu og reynt að finna úrræði fyrir þá sem verst eru staddir.

Bókmenntir: lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar og unnið með þá.  Farið verður í nokkur grunnhugtök bókmenntafræðinnar og þeim beitt í umfjöllun um bókmenntir.  Textar úr bókinni Spegill, spegill lesnir ásamt Mýrinni og kjörbók.  

Stafsetning: nemendur leysa ýmis stafsetningarverkefni auk þess sem stafsetning tengist ýmsum öðrum þáttum áfangans.  Nemendur munu fá æfingu í notkun hjálpargagna við réttritun. 

Ritun: nemendur fá fjölbreytta þjálfun í ritun og vinna ýmis verkefni í því sambandi.  Á önninni skrifa nemendur a.m.k. eina ritgerð um almennt efni og kjörbókarritgerð.

Tjáning: farið yfir grunnatriði framsagnar og flutnings og þessi atriði æfð á eigin textum nemenda og annarra.  

Markmið:

Að nemandi:
 • þjálfist í að auka leshraða sinn og bæta lesskilning.                          
 • lesi bókmenntatexta og ýmsa aðra texta.
 • fái tækifæri til að velja texta við hæfi í samræmi við áhuga sinn.
 • geti beitt hugtökum bókmenntafræði í umfjöllun um bókmenntir.       
 • öðlist sjálfstraust til að tala og/eða lesa fyrir framan aðra.
 • kannist við séreinkenni ritmáls og talmáls.
 • skrifimargs konar ritsmíðar í skrefum þ.e. með ferliritun.
 •  temji sér notkun hjálpargagna við réttritun, þ.m.t. orðabækur og leiðréttingarforrit.
 • Fái tækifæri til að bæta kunnáttu sína í réttritun og greinamerkjasetningu

Námsmat:
Lokapróf 50%, námseinkunn 50%
Atburđir
« Júlí »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón